Vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa þrír leikir í Subway deildum karla, kvenna og fyrstu deild karla verið færðir.

Leikur Vals og Njarðvíkur í Subway deild karla hefur verið færður yfir á mánudaginn 31. janúar kl. 20:15.

Leikur Hauka og Fjölnis í Subway deild kvenna hefur verið færður yfir á fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20:15.

Leikur Hauka og Hamars í 1. deild karla hefur verið færður yfir á þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:15.