Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers lögðu Den Helder Suns með minnsta mun mögulegum í framlengdum leik í BNXT deildinni í Hollandi í dag, 99-98.

Hammers eru eftir leikinn í 3.-4. sæti deildarinnar með 11 sigra og 5 töp það sem af er tímabili líkt og Groningen.

Á tæpum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 18 stigum, 5 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Þóris og Hammers er sannkallaður Íslendingaslagur þar sem að liðið mætir Snorra Vignissyni og Den Hague Royals þann 29. janúar.

Tölfræði leiks

Hér má sjá æsispennandi lokasekúndur framlengingarinnar þar sem að Den Helder Suns virtist fyrirmunað að skora: