Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers lögðu Feyenoord í dag í BNXT deildinni í Hollandi, 74-61.

Eftir leikinn eru Hammers í 6. sæti deildarinnar með átta sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á um 35 mínútum spiluðum í leiknum var Þórir með 8 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar, stolinn bolta og varið skot.

Næsti leikur Þóris og Hammers er komandi miðvikudag 12. janúar gegn Aris Leeuwarden.

Tölfræði leiks