Ármann hefur fengið liðsstyrk í komandi baráttu í 2. deild karla en bakvörðurinn Þorgeir Kristinn Blöndal hefur ákveðið að leik með liðinu út leiktíðina.


Þorgeir er öflugur bakvörður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Hann er uppalinn hjá KR en hefur einnig leikið með liði Vals og Álftanes síðustu misseri við góðan orðstýr en hann var einn af lykilmönnum liðs Álftanes er liðið tryggði sig uppí 1. deild. Á síðasta tímabili hans með Álftanes í 1. deild var hann með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. lék hann á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands.