Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola fimm stiga tap fyrir Siena Saints í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 56-51.

Það sem af er tímabili hefur Iona unnið tvo leiki og tapað sjö.

Á fimm mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna tveimur fráköstum.

Næsti leikur Iona er þann 14. janúar gegn Manhattan Jaspers.

Tölfræði leiks