Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels lögðu Rider Broncs í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 63-40.

Eftir leikinn er Iona í 9. sæti MAAC deildarinnar með fimm sigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þóranna 10 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Þórönnu og Iona er 4. febrúar gegn Canisius Golden Griffins.

Tölfræði leiks