Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon unnu sinn níunda leik í röð í dag er liðið lagði SISU að velli í dönsku úrvalsdeildinni, 72-86.

Eftir sem áður eru AKS Falcon efstar í deildinni með níu sigra og ekkert tap það sem af er tímabili.

Á 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum. Ástrós Lena lék aðeins tæpar 3 mínútur í leiknum og var með frákast og stoðsendingu.

Næstir leikur AKS Falcon í deildinni er þann 9. febrúar gegn BMS Herlev.

Tölfræði leiks