Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Miami Redhawks í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 63-67.

Eftir leikinn er Ball State í 6. sæti MAC deildarinnar með 11 sigra og 7 töp það sem af er tímabili.

Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 5 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Thelmu og Ball State er þann 27. janúar gegn Buffalo Bulls.

Tölfræði leiks