Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola tap í kvöld fyrir Akron Zips í bandaríska háskólaboltanum, 76-83.

Cardinals eru eftir leikinn í 6. sæti MAC deildarinnar með tvo deildarsigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Thelma Dís var í byrjunarliði Cardinals í leiknum og skilaði 12 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti.

Næsti leikur Thelmu og Cardinals er þann 19. janúar gegn Toledo Rockets.

Tölfræði leiks