Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu í dag fyrir Bowling Green Falcons í bandaríska háskólaboltanum, 58-82.

Það sem af er tímabili hafa Cardinals unnið sjö leiki og tapað fjórum.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 14 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hún var atkvæðamest í liði Cardinals í leiknum.

Með stigunum fjórtán komst Thelma Dís yfir 1000 stig skoruð fyrir skólann, en hún er sú þrítugasta sem að kemst í þann hóp.

Næsti leikur Thelmu og Cardinals er þann 6. janúar gegn Northern Illinois Huskies.

Tölfræði leiks