Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Central Michigan Chippewas í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 45-57.

Ball State eru eftir leikinn í 6. sæti MAC deildarinnar með tíu sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Á 38 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 18 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Thelmu og Ball State er á morgun mánudag 24. janúar gegn Miami Redhawks

Tölfræði leiks