Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Toledo Rockets í bandaríska háskólaboltanum, 58-55.

Það sem af er tímabili hafa Cardinals unnið níu leiki og tapað sjö.

Á 39 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 10 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Thelmu og Cardinals er þann 22. janúar gegn Central Michigan Chippewas.

Tölfræði leiks

Fyrir leik gærkvöldsins var Thelma heiðruð með bolta fyrir að hafa skorað 1000 stig fyrir skólann: