Styrmir Snær Þrastarson og Davidson lögðu Saint Josephs Hawks í nótt í bandaríska háskólaboltanum, 88-73.

Davidson farið gífurlega vel af stað þetta tímabilið, með ellefu sigra og aðeins tvö töp, en leikurinn var sá tíundi sem þeir vinna í röð.

Styrmir kom við sögu í leik næturinnar, en tók aðeins eitt skot og komst ekki á blað í stigaskorun.

Næsti leikur Styrmis og Davidson er komandi laugardag 8. janúar gegn sterku liði Rhode Island Rams.

Tölfræði leiks