Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tap í kvöld fyrir Yoast United í BNXT deildinni í Hollandi, 87-83.

Eftir leikinn eru Royals í 11. sæti deildarinnar með einn sigur og fimmtán töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði Snorri 20 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.

Næsti leikur Snorra og Royals er komandi sunnudag 9. janúar gegn Groningen.

Tölfræði leiks