Snorri Vignisson og félagar í The Hague Royals máttu þola einkar stórt tap í kvöld fyrir ZZ Leiden í hollenska hlutan BNXT deildarinnar í kvöld, 27-88.

Eftir leikinn eru Royals í 11. sæti deildarinnar með einn sigur og fjórtán töp það sem af er tímabili.

Snorri náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir leikmenn Royals í kvöld, skilaði einu stigi, frákasti og stolnum bolta á átta mínútum spiluðum.

Næsti leikur Snorra og Royals er þann 6. janúar gegn Yoast United.

Tölfræði leiks