Snorri Vignisson og The Hague Royals töpuðu í dag fyrir Groningen í BNXT deildinni í Hollandi, 85-58.

Eftir leikinn eru Royals í 11. sæti deildarinnar með einn sigur og sextán töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Snorri 7 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Snorra og Royals er þann 19. janúar gegn ZZ Leiden.

Tölfræði leiks