Andrée Fares Michelson og Rendsburg Twisters lögðu Rasta Vechta í dag í 1. Regionalliga í Þýskalandi í tvíframlengdum leik, 115-112. Eftir leikinn eru Twisters í 5. sæti deildarinnar með átta sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Eins og sjá má hér fyrir neðan átti Andrée frábæran leik fyrir Twisters í leiknum, skilaði 41 stigi, 6 fráköstum, 15 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var með 41 framlagsstig fyrir frammistöðuna.