Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu Aabyhoj í gær í dönsku úrvalsdeildinni, 103-62.

Það sem af er tímabili hefur AKS ekki enn tapað leik eftir fyrstu átta umferðirnar, en þær eru í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, 4 stigum á undan BK Amager sem er í öðru sætinu.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.

Næsti leikur AKS er þann 16. janúar gegn BMS Herlev.

Tölfræði leiks