Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu UNC Greensboro Spartans í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 65-85.

Leikurinn var sá fjórði sem að Chattanooga vinna í röð, en þær sitja nú í 2. sæti Southern deildarinnar með 6 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún 13 stigum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Sigrúnar og Chattanooga er þann 28. janúar gegn Wofford Terriers.

Tölfræði leiks