Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Targu Secuiesc í dag í rúmensku úrvalsdeildinni, 77-69.

Eftir leikinn er Phoenix í 6. sæti deildarinnar með fimm sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Á um 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 20 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta, en hún var stigahæst í liði Phoenix í dag.

Næsti leikur Söru og Phoenix í deildinni er þann 12. janúar gegn Cluj-Napoca.

Tölfræði leiks