Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Bucuresti í dag í úrvalsdeildinni í Rúmeníu, 57-83.

Eftir leikinn er Phoenix í 5. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, sjö sigra og sjö tapaða.

Á tæpum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 19 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Söru og Phoenix er þann 22. janúar gegn Sfantu Gheorghe.

Tölfræði leiks