Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta unnu seinni leik sinn í einvígi sínu gegn Targoviste í rúmenska bikarnum í dag, 86-59. Fyrri leikinn höfðu þær unnið 56-77 og fara þær því nokkuð örugglega áfram í næstu umferð.

Á rúmum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 19 stigum, 6 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var lang framlagshæst leikmanna Phoenix í leiknum með 26 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Næsti leikur Söru og Phoenix er í deildinni komandi laugardag 8. janúar gegn Targu.

Tölfræði leiks