Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola tap í dag fyrir Sfantu Gheorghe í rúmensku úrvalsdeildinni, 64-83.

Eftir leikinn er Phoenix í 5. sæti deildarinnar með sjö sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 13 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Söru og Phoenix er þann 29. janúar gegn Targoviste.

Tölfræði leiks