ÍR lagði Breiðablik í kvöld í Hellinum í Breiðholti í Subway deild karla, 116-97. Eftir leikinn er ÍR í 8.-9. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og KR á meðan að Breiðablik er sæti neðar í því 10. með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sæþór Elmar Kristjánsson leikmann ÍR eftir leik í Hellinum. Sæþór átti frábæran leik fyrir ÍR í kvöld, setti tóninn snemma með 18 stigum í fyrsta leikhlutanum, en í leiknum skilaði hann 26 stigum og 7 fráköstum.