Róbert Sean Birmingham og ungmennalið Baskonia lögðu í dag Venta De Banos Veymaq í EBA deildinni á Spáni, 82-35.

Baskonia eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 14 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 13 mínútum spiluðum skilaði Róbert Sean 12 stigum, frákasti og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Róberts og Baskonia í deildinni er þann 30. janúar gegn Solares.

Tölfræði leiks