Róbert Sean Birmingham og ungmennalið Baskonia máttu þola tap í kvöld fyrir Solares í EBA deildinni á Spáni, 89-85.

Eftir leikinn er Baskonia í 2. sæti deildarinnar með 14 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Á 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Róbert Sean fimm stigum og þremur fráköstum.

Næsti leikur Róberts og Baskonia er þann 5. febrúar gegn Cant.

Tölfræði leiks