Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons lögðu Nova Southeastern í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 64-59.

Eckerd gengið afar vel það sem af er tímabili, unnið fjórtán leiki og tapað aðeins einum.

Ragnheiður hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en var frákastahæst með 9 fráköst og þá bætti hún einnig við stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Ragnheiðar og Eckerd er þann 2. febrúar gegn University og Tampa.

Tölfræði leiks