Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons komust aftur á sigurbraut í gær er liðið lagði Embry-Riddle í bandaríska háskólaboltanum, 64-54.

Það sem af er tímabili hafa Tritons unnið tíu leiki og tapað aðeins einum.

Á 28 mínútum spiluðum skilaði Ragnheiður 7 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Ragnheiðar og Tritons er þann 19. janúar gegn Rollins.

Tölfræði leiks