Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons unnu sinn níunda leik í röð í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði University of Tampa með minnsta mun mögulegum, 51-50.

Það sem af er tímabili hafa Ragnheiður og Titons unnið alla níu leiki sína.

Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ragnheiður 5 stigum, 8 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Tritons er þann 5. janúar gegn Barry University.

Tölfræði leiks