Hrunamenn báru sigurorð af Álftanesi í kvöld í spennuleik í fyrstu deild karla, 95-92. Eftir leikinn er Álftanes í 3. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Hrunamenn eru í 8. sætinu með 10 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pál Magnús Unnsteinsson leikmann Hrunamanna eftir leik á Flúðum. Páll Magnús var nokkuð ólíkleg hetja Hrunamanna á lokamínútum leiksins í kvöld. Skoraði sín einu stig í leiknum með þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir og koma sínum mönnum yfir, 91-90.

Viðtal / Karl Hallgrímsson