Martin Hermannsson og Valencia lögðu Podgorica nokkuð örugglega í deildarkeppni EuroCup í kvöld, 103-76.

Valencia eru eftir leikinn í efsta sæti B riðils deildarkeppninnar með átta sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Martin var framlagshæsti leikmaður vallarins í kvöld, með 16 stig, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta, en hann klikkaði á aðeins einu skoti í leiknum.

Næsti leikur Martins og Valencia í EuroCup er þann 1. febrúar gegn Gran Canaria.

Tölfræði leiks