Martin Hermannsson og Valencia lögðu Promitheas Patras í kvöld í EuroCup, 71-68.

Eftir leikinn er Valencia í 1.-2. sæti B riðils keppninnar með 7 sigra og 3 töp líkt og Podgorica.

Á 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 6 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Valencia er toppslagur gegn Podgorica þann 25. janúar.

Tölfræði leiks