Körfuboltabúðir Vestra verða haldnar 9.-12. júní 2022 á Ísafirði. Búðirnar eru fyrir iðkendur frá 11 til 16 ára aldurs. Yfirþjálfari í ár er Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og margfaldur Íslandsmeistari. Búðirnar skarta venjulega mörgum af fremstu þjálfurum landsins, en fleiri þjálfarar verða kynntir á næstu vikum.

Vegna heimsfaraldurs Covid-19 voru engar búðir haldnar 2020 og 2021, en þar áður höfðu þær verið vel sóttar og heppnaðar. Allar frekari upplýsingar og skráningu er að finna á heimasíðu búðanna hér fyrir neðan.

Körfuboltabúðir Vestra