Júlíus Orri Ágústsson og Caldwell Cougars máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Thomas Jefferson í bandaríska háskólaboltanum, 88-79.

Það sem af er tímabili hefur Caldwell unnið sex leiki og tapað níu.

Á 21 mínútu spilaðri skilaði Júlíus 12 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Caldwell er þann 26. janúar gegn Dominican University.

Tölfræði leiks