Júlíus Orri Ágústsson og Caldwell Cougars lögðu á dögunum Georgian Court Lions í bandaríska háskólaboltanum, 73-53.

Það sem af er tímabili hafa Caldwell unnið fimm leiki og tapað fimm.

Á 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Júlíus Orri 8 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Caldwell er nú í kvöld gegn Holy Family University.

Tölfræði leiks