Júlíus Orri Ágústsson og Caldwell Cougars lögðu Holy Family University í gær í bandaríska háskólaboltanum, 55-61.

Eftir leikinn hefur Caldwell unnið sex leiki og tapað fimm það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Júlíus Orri 10 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Caldwell er komandi þriðjudag 11. október gegn Post University.

Tölfræði leiks