Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Crailsheim Merlins um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.

Jón Axel kemur til liðsins frá Fortitudo Bologna á Ítalíu, þar sem hann hefur leikið frá síðasta hausti. Þýsku úrvalsdeildina ætti Jón að þekkja, en þar lék hann með Fraport Skyliners á síðasta tímabili. Þar skilaði hann 12 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Jón Axel er annar íslenski leikmaðurinn sem semur við Merlins, en fyrir um áratug síðan lék Jóhann Árni Ólafsson fyrir þá er þeir meðal annars tryggðu sig upp úr Pro B deildinni í úrvalsdeildina 2009.

Merlins eru sem stendur í 8. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með tíu sigra og sex töp það sem af er tímabili.