Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna máttu þola tap í kvöld fyrir Dinamo Sassari í ítölsku úrvalsdeildinni, 84-103.

Eftir leikinn er Bologna í 14.-16. sæti deildarinnar með þrjá sigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Á 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel sex stigum og einu frákasti.

Næsti leikur Jóns og Bologna er komandi sunnudag 16. janúar gegn Napoli.

Tölfræði leiks