Jón Axel Guðmundsson vann sigur í sínum fyrsta leik með Crailsheim Merlins gegn Oldenburg í þýsku úrvalsdeildinni, 97-86.

Eftir leikinn eru Merlins í 4. sæti deildarinnar með 17 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.

Jón Axel sem er nýlentur hjá félaginu lék tæpar 11 mínútur í leiknum og skilaði þremur stigum, tveimur fráköstum og fjórum stoðsendingum.

Næsti leikur Jóns Axels og Merlins í deildinni er 5. febrúar gegn Göttingen.

Tölfræði leiks