Jón Arnór Stefánsson er kominn með félagaskipti aftur heim í uppeldisfélag sitt í KR.

Kemur hann þaðan úr Val, þar sem hann lék á síðasta tímabili, áður en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, 2020-21.

Jón Arnór er 39 ára og ásamt einum farsælasta feril íslensks atvinnumanns á erlendri grundu lék Jón upp yngri flokka og með meistaraflokki KR, þar sem hann vann fimm Íslandsmeistaratitla, þann síðasta tímabilið 2018-19.

Félagið hefur til þessa ekki tilkynnt félagaskiptin og er því með öllu óljóst hvort gera megi ráð fyrir Jóni í a liði KR, en hann er þó löglegur með liðum félagsins frá og með deginum í dag.