Svisslendingurinn Jérémy Landenbergue mun ekki leika fleiri leiki fyrir Þór Akureyri í Subway-deild karla á þessu tímabili. Þetta kemur fram á tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Ástæða þess er sú að Landenbergue sleit krossband í leik liðsins gegn KR 16. desember síðastliðinn.

Landenbergue spilaði fjóra leiki fyrir Þór Akureyri og skoraði í þeim um 10 stig að meðaltali. Þór Akureyri sitja sem stendur í botnsæti Subway deildarinnar, án sigurs.