Grindavík hefur samkvæmt heimildum samið við Javier Valeiras um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Javier er 23 ára, 203 cm spænskur framherji, en Grindavík mun vera fyrsta liðið sem hann leikur fyrir sem atvinnumaður eftir að hann útskrifaðist úr Gannon Knights háskólanum á síðasta ári. Þá hefur hann einnig áður leikið fyrir ungmennalið Badajoz í EBA deildinni í heimalandinu, þar sem hann skilaði 14 stigum og 12 fráköstum síðast þegar hann þar.