Einn leikur fer fram í Subway deild kvenna í dag er Breiðablik heimsækir Fjölni.

Breiðablik mun vera án eins síns framlagshæsta leikmanns í leiknum, Iva Georgieva, en hún hefur þurft að vera frá liðinu vegna persónulegra ástæðna síðustu vikur. Staðfestir félagið þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Ekki er ljóst hvenær Iva verður komin aftur í lið Blika. Ljóst er að um nokkuð högg er að ræða fyrir liðið, en hún hefur skilað 13 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir þær.

Breiðablik heimsækir Fjölni kl. 18:15 í í kvöld í Dalhús.