Einhverjar vangaveltur voru varðandi hversu stór 135-87 sigur Breiðabliks á KR í gær hafi verið í sögulegu samhengi. Flest stig skoruð í leik það sem af er tímabili voru fyrir leik gærkvöldsins í fyrri leik liðanna þar sem að KR setti 128 stig á móti 117, en það var í framlengdum leik. Körfuboltasagnfræðingurinn Rúnar B. Gíslason kafaði ansi djúpt til þess að komast að því hvaða lið hafði skorað mest í einum ó-framlengdum leik í úrvalsdeildinni og komst að því að metið á Keflavík, sem skoruðu 150 stig gegn ÍR árið 1998.

47 stiga þriðji leikhluti Breiðabliks í leik gærkvöldsins kveikti einnig spurningar um hvar hann stæði í sögulegu samhengi, en Rúnar segir flest stig í einum leikhluta hafa komið frá Njarðvík gegn Þór Akureyri árið 2002. Þá setti Njarðvík 54 stig í einum leikhluta.

Fyrir KR var leikurinn þó að einhverju leyti sögulegur. Þar sem að þetta 135-87, 48 stiga tap, var það stærsta sem þeir hafa þurft að þola í leik í úrvalsdeildinni. Áðu höfðu þeir mest tapað með 43 stigum í deildinni. Í úrslitakeppninni hafa þeir þó tapað með fleiri en 48 stigum, en árð 1997 töpuðu þeir með 54 stigum fyrir Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna.