Haukar lögðu Hött á Egilsstöðum í kvöld í fyrstu deild karla, 90-96.

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Eru 9 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-36. Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi út fyrri hálfleikinn, en Haukar ná að vera áfram skrefinu á undan til búningsherbergja í hálfleik, 41-50.

Leikurinn er svo áfram stál í stál í upphafi seinni hálfleiksins. Þar sem að heimamenn í Hetti hóta að skera niður forystu gestanna, en tekst það síst og er munurinn enn 9 stig eftir þrjá leikhluta, 61-70. Í lokaleikhlutanum kemst Höttur 4 stigum næst þeim, en allt kemur fyrir ekki, Haukar sigla að lokum nokkuð mikilvægum 6 stiga sigur í höfn, 90-96.

Atkvæðamestur heimamanna var Timothy Guers með 23 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og Arturo Fernandez bætti við 17 stigum og 11 stoðsendingum.

Fyrir gestina úr Hafnarfirði var Jeremy Smith stórkostlegur í kvöld, með 33 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og Deion Bhute bætti við 17 stigum og 18 fráköstum.

Eftir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 26 stig. Höttur er einnig með 26 stig, en í öðru sæti þar sem að Haukar eiga innbyrðis á þá eftir að hafa unnið báða leiki tímabilsins gegn þeim, sem og eiga þeir einn leik til góða.

Næsti leikur Hattar er komandi mánudag 31. janúar heima á Egilsstöðum gegn Selfoss. Haukar eiga svo leik degi seinna þann 1. febrúar heima í Ólafssal gegn Hamri.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Pétur Guðmundsson