Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu Jefferson í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 64-61.

Það sem af er tímabili hafa Georgian Court unnið fjóra leiki og tapað átta.

Á 39 mínútum spiluðum skilaði Hanna 10 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Næsti leikur Hönnu og Georgian Court er komandi laugardag 8. janúar gegn Bloomfield College.

Tölfræði leiks