Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats lögðu Albany Great Danes í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 88-79.

Það sem af er tímabili hafa Binghamton unnið fimm leiki og tapað sex, en báða leiki sína í American East deildinni hafa þeir unnið.

Á 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hákon Örn tveimur stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur Hákons og Bearcats er komandi laugardag 8. janúar gegn hinu taplausa liði American East deildarinnar, NJIT Highlanders.

Tölfræði leiks