Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í gærkvöldi fyrir Hartford Hawks í bandaríska háskólaboltanum, 60-72.

Eftir leikinn er Bingamton í 2. sæti American East deildarinnar með átta sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Á 13 mínútum spiluðum skilaði Hákon fjórum stigum og tveimur fráköstum.

Næsti leikur Hákons og Binghamton er þann 29. janúar gegn UMBC Retrievers.

Tölfræði leiks