Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats lögðu UMass Lowell River Hawks í kvöld í bandaríska háskólaboltanum, 63-68.

Það sem af er tímabili hafa Bearcats unnið sex leiki og tapað þremur.

Hákon var í byrjunarliði Bearcats í leiknum, hafði hægt um sig sóknarlega, en skilaði 4 fráköstum.

Næsti leikur Hákons og Bearcats er þann 7. janúar gegn Albany Great Danes.

Tölfræði leiks