Gunnhildur Bára Atladóttir og St. Lawrence Saints lögðu á dögunum Clarkson University í bandaríska háskólaboltanum, 54-36.

Það sem af er tímabili hafa Saints unnið tólf leiki og tapað aðeins einum.

Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Gunnhildur tveimur stigum, sex fráköstum og stolnum bolta.

Næsti leikur Gunnhildar og Saints er á morgun föstudag 21. janúar gegn Rochester Tigers.

Tölfræði leiks